Eru fjárglæframenn á sérsamningi hjá ríkisstjórn Íslands??

Hvenær ætla yfirvöld hér að brjóta ísinn og stinga þessum kónum inn, hvað þarf eiginlega til ???  Svona nokkuð þekkist hvergi í hinum siðmenntaða heimi, nema kannske í gjörspilltum þriðja heims einræðisríkjum þar sem glæpahyskið og kúgararnir eru eitt og hið sama....  Tek undir það sem einn ágætur bloggari benti á, 20-30 manns eru að rannsaka glæpsamleg athæfi tengdum hruninu en 200 manns í vinnu við að undirbúa inngöngu í ESB (????)  Forgangurinn er sem sagt að flýta fyrir að selja okkur í kjaftinn á gamla stálbandalaginu frekar en að taka ákvörðun um að láta réttlætismál er varðar alla þjóðina ganga fyrir.

Í þessu alvarlegasta máli (er varðar þjóðargjaldþrot) sem þjóðin hefur nokkru sinni glímt við frá stofnun lýðveldisins, virðist mér ríkisstjórn þessa lands (einnig sú sem var á undan) helst líkjast mannveru í hjólastól sem er bundin og kefluð og mikið ef hún er ekki líka komin á svefnlyf.
mbl.is Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Ég get tekið undir allt sem þú segir. Því miður hefur þetta alltaf verið svona á Íslandi. Stórglæpamönnum hefur alltaf verið hampað sem hetjum. En smákrimmarnir eru hundeltir um allar jarðir. 

Sömuleiðis er allt rifið af fólki sem getur ekki staðið í skilum með skuldbindingar sínar, vegna þessarra manna. 

Marinó Óskar Gíslason, 29.9.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón V. Þorsteinsson
Jón V. Þorsteinsson
Höfundur er kominn af vestfirðingum í föðurætt og skagfirðingum í móðurætt og hefur m.a. það fyrir stafni að þrífa upp eftir útrásarvíkingana ofl.  sem drulluðu uppá bak og settu landið á hausinn.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband