Fagna þessu, gott og blessað en það er líka sægur af vel menntuðu sérhæfðu fólki á lausu en er ekki að fá neitt vegna þess að það er ekki nógu vel tengt inní klíku hins opinbera þar sem oftar en ekki er búið að ráðstafa störfum f. vini og vandamenn, því miður staðreynd sem leiðir af sér að sá hæfasti var ekki endilega ráðin(n) og það þýðir bara eitt: Minni gæði í rekstri viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis og kemur niður á öllum, alls ekki það sem við þurfum á að halda um þessar mundir.
Ég kalla eftir faglegri vinnubrögðum hjá ykkur sem standið fyrir mannaráðningum, hvort sem það er á ráðningastofum eða í opinberum stofnunum, taki Þeir til sín sem eiga.
![]() |
Hjól atvinnulífsins mjakast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er þér sammála um hvernig hefur verið staðið að manna ráðningum hjá hinu opinbera undanfarin ár og komin tími til að breyting verði þar á. Þeir eru víða í kerfinu smákóngarnir og dæmi um að vel menntuðu fólki sé hafnað því margir eru hræddir við að fá undirmann sem veit meira og er hæfari en yfirmaðurinn
Jakob Falur Kristinsson, 13.10.2009 kl. 13:54
Sæll Jakob Falur,
Góður punktur þetta með að yfirmenn forðist að ráða undirmenn sem viti meira en þeir (maður hefði haldið að það væri einmitt styrkur f. heildina), hefur vafalaust eitthvað með það að gera að þessir yfirmenn vilja ekki láta neinn "ógna" þeim völdum sem þeir hafa, frekar frumstætt eðli sem þarna er að verki, mér finnst þetta bara vera hrein heimska, þetta eru sjálfhverfir einstaklingar sem vonandi eru að deyja út á vinnumarkaði.
Kveðja
Nonni
Jón V. Þorsteinsson, 13.10.2009 kl. 18:25
Hér á höfuðborgarsvæðinu ríkir hjarðeðli hjá eigendum, fákeppni allstaðar síðan í síðustu þjóðarsátt. Heildarvelta númer eitt markaðsskipting tryggð. Lánafyrirgreiðslur ráðast af láum meðallaunum. Beturlaunuð stöðugildi alltaf full af vinum og kunningjum eiganda.
Regla er alltaf að ráða heimskari undir sig [til að vaxa í samanburðaráliti]. Afleiðing undirmönnum fjölgar í öllum deildum. Sér í lagi þegar yfirmennirnir hafa ekkert vit á vinnu í framkvæmd.
Í kreppum þar sem er fjölkeppni [smærri rekstrar einingar]skipta einstaklingarnir meira máli en kunningjar og frændur. Hér hafa hinsvegar lánstofnanir forgang og þær halda áfram að halda lífi í fyrirtækjum sem sýna fram á lægri meðlaun.
Um 3% þjóðarinnar vinna við sjávarútveg og álver. Tekjurnar af þessu fóðra svo stjórnsýsluna og fjármálgeirann. Með gjaldeyrissparandi styrk frá landbúnaði. Réttlætingin felst svo í fákeppninni. Málið er ef atvinnuleysi væri 50% miðað við tækniframfarir og breyta neysluhætti. Þá minnka skattatekjur og vaxtatekjur. Svo einhver fyrirtæki þurfa að lifa. Sennilega þessi sjálfhverfu einstaklinganna.
Júlíus Björnsson, 14.10.2009 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.